Hér er hugmyndin að gera lista yfir þær myndasögubækur sem hafa komið út á íslensku. Ekki nóg með það, því líkt og gerist annars staðar í heiminum hefur loksins orðið vakning um verðmæti þessara tegunda bóka sem myndasagan er. Margir muna eftir því að hafa fengið Tinna eða Ástrík í jólagjöf. Svo vinsæl urðu þessi ævintýri að bækurnar voru lesnar aftur og aftur þangað til að þær duttu í sundur og einhvern tíma seinna rötuðu í ruslagám. Jú tætingarvélin varð þeim að bráð. Jafnvel bókasöfn um land allt eiga ekki tilteknar bækur vegna þess að þær eru fyrir löngu lesnar til agna. Sem betur fer hafa margir haldið vel utan um bækurnar sínar og geta verið stoltir af því að eiga flott myndasögusafn. |
Viggó viðutan / Teik. Franquin – Texti: Franquin / Þýð. Jón Gunnarsson / Bjarni Fr. Karlsson / Útg. Iðunn
Viggó viðutan er belgísk persóna í samnefndum teiknimyndasögum eftirAndré Franquin. Ævintýri Viggós birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi. Í sögunum vinnur Viggó á blaði ásamt Val úr sögunum um Sval ogVal. Hann veldur þar sífelldum vandræðum sem oft og tíðum eru tengd steindaldarhörpunni hans svokölluðu.
1 1978 B Viggó hinn óviðjafnanlegi ....................................................... .. 6 000 kr. 2 1979 B Hrakfarir og heimskupör ......................................................... .. 6 000 kr. 3 1979 B Viggó hinn ósigrandi .............................................................. .. 6 000 kr. 4 1980 B Leikið lausum hala ................................................................. .. 5 500 kr. 5 1980 B Viggó – Vikadrengur hjá Val ................................................... 5 500 kr. 6 1982 B Viggó á ferð og flugi ............................................................... .. 5 000 kr. 7 1982 B Viggó bregður á leik ............................................................... .. 5 000 kr. 8 1983 B Með kjafti og klóm .................................................................. .. 4 500 kr. 9 1983 B Mallað og brallað .................................................................... .. 4 500 kr. 10 1986 B Glennur og glappaskot ........................................................... .. 4 500 kr. 11 1987 B Skyssur og skammarstrik ....................................................... .. 4 500 kr. 12 1988 B Kúnstir og klækjabrögð .......................................................... .. 5 200 kr. |
Myndasögur.is / Dugguvogur 17-19 / 104 Reykjavík / Sími 565 4031 / myndasogur@myndasogur.is |